Tasar er fjórtán feta (4,3m) löng tvímenningskæna, hönnuð af ástralska skútuhönnuðinum Frank Bethwaite árið 1975. Hún var hugsuð sem fjölskyldubátur sem gæti rúmað karl og konu saman eða einn fullorðinn og tvö börn þannig að þyngd áhafnar væri samtals um 140kg. Kjölurinn vegur 68 kíló og breidd bátsins er 1,75m sem gerir hann mjög stöðugan. Tasar er aðallega vinsæl í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Tenglar

breyta