Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja íslensk alþýðulög
(Endurbeint frá T 106)
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja íslensk alþýðulög er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1969. Á henni flytja Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson fimm lög. Undirleik annast Guðrún Kristinsdóttir. Platan er hljóðrituð í mono. Ljósmynd:Gunnlaugur P. Kristinsson. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.
Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja íslensk alþýðulög | |
---|---|
T 106 | |
Flytjandi | Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson |
Gefin út | 1969 |
Stefna | Alþýðulög |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Lagalisti
breyta- Ég sé þig aðeins eina - Lag - texti: Áskell Jónsson - Daníel Kristlnsson
- Vorfögnuður - Lag - texti: Jónas Tómasson - Sveinn Gunnlaugsson
- Upp á himins bláum boga - Lag - texti: Ísl. þjóðlag - Benedikt Gröndal
- Hríslan og lækurinn - Lag - texti: Ingi T. Lárusson - Páll Ólafsson
- Ástarsæla - Lag - texti: Steingr. Hall - Stelngr. Thorsteinsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞað mun hafa verið um eða eftir 1950 að Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson fóru að syngja saman íslenzk alþýðulög. Síðan hafa þeir komið fram á skemmtistöðum víða á norðurlandi og hvar vetna hlotið hinar beztu undirtektir. Árið 1962 sungu þeir inn á segulband fyrir Ríkisútvarpið 8 lög og eru það 5 af þeim lögum, sem hér koma á hljómplötu. | ||
— NN
|