Kristín Ólafsdóttir (1968)

(Endurbeint frá T 103)

Kristín Ólafsdóttir er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1968. Á henni flytur Kristín Ólafsdóttir fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Hljóðritun: Pétur Steingrímsson. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Páls. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

Kristín Ólafsdóttir
Bakhlið
T 103
FlytjandiKristín Ólafsdóttir
Gefin út1968
Stefnaþjóðlagasöngur
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti

breyta
  1. Komu engin skip í dag - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  2. Flóttamaðurinn - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  3. Örlög mín - Lag - texti: Propp P. Cour - Jóhann Erlingsson
  4. Mamma ætlar að sofna - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Davíð Stefánsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Kristín Ólafsdóttir er ung reykvísk stúlka, sem hefur síðastliðin tvö til þrjú ár vakið á sér athygli fyrir þjóðlagasöng. Hún hefur aðallega komið fram í Reykjavík, á árshátíðum og öðrum skemmtunum. Meðal annars skemmti hún um tíma með Ríó tríóinu á ýmsum stöðum. Á þessari fyrstu plötu Kristínar eru fjögur lög, eitt erlent og þrjú íslenzk. Útsetningar og hljómsveitarstjórn annaðist Sigurður Rúnar Jónsson.
 
 
NN

Komu engin skip í dag

breyta
Um sólsetur í fjörunni
á steini við röst er hún
og bláum augum beinir
út að hafsins ystu brún.
Og fyrir munni sér hún tautar
alltaf sama brag:
Guð minn góður, komu engin skip í dag.


Hún átti mann, sem sigldi sjó
og færði fiskinn heim.
Þeir fórust víst í óveðri
við gleymdum ekki þeim.
En síðan er hún undarleg
og syngur þennan brag.
Guð minn góður, komu engin skip í dag.


Hún hefur árumsaman syrgt
sinn horfna eiginmann,
og sjáist sigla eitthvert skip
hún heldur að það sé hann.
Og allir hérnaí þorpinu
nú þekkja þennan brag.
Því lét guð minn ekki skipið koma í dag?