Örvar Kristjánsson (1972)
(Endurbeint frá T 06)
Örvar Kristjánsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1972. Á henni flytur Örvar Kristjánsson tólf harmonikulög. Platan er hljóðrituð í stereo. Upptaka: Pétur Steingrímsson. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústssom. Prentun: Valprent hf.
Örvar Kristjánsson | |
---|---|
T 06 | |
Flytjandi | Örvar Kristjánsson |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Harmonikutónlist |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Lagalisti
breyta- Fyrstu skrefin - Lag: Pálmi Stefánsson
- Valsasyrpa - Lag: Gamlir húsgangar
- Í þorskastríði - Lag: Örvar Kristjánsson
- Dansað á strætinu - Lag: Bovman
- Fiskimannaljóð frá Capri - Lag: Gústav Vinkler
- Marsúrki - Lag: Erlent lag
- Á landstíminu - Lag: Örvar Kristjánsson
- Síkáti koparsmiðurinn - Lag: C. Peter
- Spánskar nætur - Lag: C. Fernandes
- Sunnan sex - Lag: Gunnar Tryggvason
- Tyrol Polki - Lag: Hasse Wallinn
- Skottís - Lag: Erlent lag
Textabrot úr opnu plötuumslags
breytaÖrvar Kristjánsson er fæddur í Reykjavik, en fluttist tveggja ára gamall til Hornafjarðar og ólst þar upp. Hann byrjaði snemma að leika á harmoniku, en er alveg sjálfmenntaður í þeirri grein. Nú síðustu árin hefur Örvar verið búsettur á Akureyri, og leikið, þar með ýmsum hljómsveitum.
— Með Örvari á þessari plötu leika þeir Gunnar Tryggvason á guitar og bassa, og Júlíus Fossberg á trommur. |
||
— NN
|