Túttubyssa
Túttubyssa er heimatilbúin „byssa“ sem er vinsæl í Ástralíu og á Íslandi og víðar. Þær er eru einfaldar að gerð. Venjulega er notast við einn fingur af gúmmíhanska, sem er kipptur af, og efrihlutann af gosflösku úr plasti - eða rörbút. Fingurinn af gúmmíhanskanum er smokrað upp á enda flöskunnar eða upp á rörið og fest með hosuklemmu eða límbandi. Algeng skotfæri eru ber, spörð og litlir steinar.