Túnvingull

Túnvingull (fræðiheiti: Festuca rubra eða Festuca richardsonii[1]) er grastegund sem finnst villt á Íslandi, sem og beggja vegna Atlantshafs. Túnvingull er algengasta grastegund landsins og finnst upp í allt að 1200 metra hæð. Hann er talinn deilitegund af rauðvingli sem er heiti yfir festuca rubra. [2] Rauðvingull er hávaxnari en túnvingull og verður rauðleitari þegar líðður á sumarið. Hann var innfluttur til sáningar á túnum og meðfram vegum. [3]

Túnvingull
Túnvingull (Festuca rubra)
Túnvingull (Festuca rubra)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Vinglar (Festuca)
Tegund:
Túnvingull

Tvínefni
Festuca rubra
Linnaeus

GreiningareinkenniBreyta

Túnvingull er puntgras sem nær 40-80 sm hæð. Punturinn hefur yfirleitt fáar greinar sem bera stór smáöx (5-8 blóm). Þau eru gjarnan loðin og raða sér oftast upp öðru megin við stöngulinn, þannig að punturinn er afar grannur. Hann er ýmist gráleitur eða brúnn á litinn.

Blöð túnvinguls eru mjó (0,5-1 mm) og er hann duglegur að mynda þéttvaxna hliðarsprota.

NotkunBreyta

Túnvingli var sáð í tún fyrr á árum, en því er nú hætt að mestu, sökum þess að hann er frekar léleg fóðurplanta. Í dag er tegundin aðallega notuð til landgræðslu, enda afar þurrkþolin og hentar þar af leiðandi vel í sandjarðvegi.

Latneskt heitiBreyta

Latneskt heiti túnvinguls er Festuca rubra sé það ræktað upp af fræi, en sé það villt, t.d. í íslenskri náttúru, heitir það Festuca richardsonii.[heimild vantar]

SamlífiBreyta

Túnvingull er ein þeirra grastegunda sem sveppurinn korndrjóli vex á.[4]

ÍtarefniBreyta

  • Studier over den genetiske variasjonen mellom og innen populasjoner av rødsvingel (Festuca rubra L.), doktorsritgerð Ríkharðs Brynjólfssonar frá Landbúnaðarháskólanum á Ási, 1976.

TilvísunBreyta

  1. Hörður Kristinsson (2001). Íslenska plöntuhandbókin - Blómplöntur og byrkningar. Mál og menning. ISBN 9979-3-1727-2.
  2. Túnvingull Flóra Íslands
  3. Rauðvingull Flóra Íslands
  4. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.