Töfrabrögð eru sviðslist sem gengur út á að skemmta áhorfendum með sjónhverfingum eða brögðum sem virðast ómöguleg en eiga sér í raun eðlilegar skýringar. Töfrabrögð eru annars eðlis en galdur þar sem galdramaður reynir að skapa áhrif með yfirnáttúrulegum hætti. Töfrabrögð eiga sér aldalanga sögu sem hluti af helgiathöfnum og götulist. Nútímatöframennska þróaðist sem sviðslist á 18. og 19. öld. Frumkvöðlar á borð við Jean Eugène Robert-Houdin í París og John Henry Anderson í London gerðu töfrabrögð að skemmtun á sviði í sérútbúnum leikhúsum sem áhorfendur greiddu fyrir að sjá. Harry Houdini tók sviðsnafn sitt upp eftir Robert-Houdin.

Töframaður

Töfrabrögð eru stunduð af bæði atvinnufólki og áhugafólki, bæði á sviði og við ýmsar aðrar aðstæður. Töfrabrögð skiptast í marga flokka eins og sviðsbrögð með stórum leikmunum og aðstoðarfólki, spila- og peningagaldrar þar sem áhorfendur og töframaður eru í návígi, hugsanabrögð þar sem töframaður virðist lesa hugsanir áhorfenda eða stjórna þeim með hugsanaflutningi, og flóttabrögð þar sem töframaður losar sig úr fjötrum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.