Svik, harmur og dauði
Svik, harmur og dauði er breiðskífa sem hljómsveitin HAM gaf út 30. ágúst 2011. Það má segja að breiðskífan marki endurkomu hljómsveitarinnar.
Bakgrunnur
breytaÁrið 2011 gaf HAM út Svik, harmur og dauði, 22 árum eftir stofnun hljómsveitarinnar. Sigurjón sagði plötuna vera þunga og dramatíska. Það hafði ávallt heillað hljómsveitina að skapa dramatíska og angurværa tónlist. Í viðtali sagði Sigurjón hafa upplifað margt og þroskast frá því að síðasta plata kom út og því hafði hljómsveitin tækifæri til að semja tónlist sem var ólík fyrri tónlist þeirra. Albúm eins og þessi hefðu aldrei geta gerst árið 1989 sagði Sigurjón en hann tók þó fram að textarnir væru ekki byggð á hans persónulegu upplifun, þeir eru endurspeglun Óttarrs á tónlistinni sem Sigurjón samdi. Tónlistin kemur fyrst, síðan textinn. En nafnið er dregið frá því að lögin fjalla öll á einn hátt eða annan um svik, harm og dauða. Tónlistin hafði þróast mikið frá síðustu breiðskífu hljómsveitarinnar og sagði Sigurjón þróunina felast í þroska hljómsveitameðlima.
Viðbrögð
breytaBreiðskífan hlaut mjög góða dóma. Atli Fannar Bjarkason gagnrýndi plötuna í Fréttablaðinu og sagði í niðurstöðum sínum: "Svik, harmur og dauði er stórkostleg plata. Hún er ekki frumleg, en unun er að hlusta á flutning Sigurjóns Kjartanssonar og Óttarrs Proppé á hárfínni línu þess fyndna og harmræna"[1]
Í Morgunblaðinu 5. september var diskurinn sagður hafa fengið mjög góða dóma, þegar Sigurjón Kjartansson og Óttarr Proppé voru spurðir út í velgengni plötunnar sagði Sigurjón: ,,Góðir dómar eru alltaf vel þegnir, það er mun skemmtilegra en að fá lélega dóma. Um það get ég vitnað."[2]
Arnar Eggert Thoroddsen setti plötuna í 5 sæti yfir plötur ársins 2011 og sagði: „Þessi leikur með andstæður; gallsvartur og ástundum fíflalegur húmor saman við meistaralega útfært rokk sem hittir hvern þann sem hefur snefil af viti á slíku í hjartastað er nefnilega eitt af því sem er óendanlega heillandi við þessa einstöku sveit.“[3]
Útgáfa
breytaUpptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi - Vatnagörðum 1-3 apríl 2011
- Lög - Sigurjón Kjartansson
- Textar - Óttarr Proppé
- Útsetningar - HAM
- Upptaka - Aron Arnarsson
- Stjórn upptöku - Aron Arnarsson
- Hljómjöfnun - Styrmir Hauksson
Smekkleysa gaf plötuna út.
Lagalisti
breyta- Einskis son
- Dauð Hóra
- Mitt líf
- Alcoholismus Chronicus
- Gamlir svikamenn á ferð
- Sviksemi
- Heimamenn höfðu aldrei séð slíkan mann
- Veisla Hertogans
- Svartur Hrafn
- Ingimar