Svartar fjaðrir var fyrsta ljóðabók Daviðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hún kom út árið 1919 þegar Davíð var 25 ára.

Bókin varð gríðarlegra vinsæl meðal allra landsmanna, en hún höfðaði þó einkum til ungra kvenna. Ljóðin þóttu ofsafengin og tilfinningarík. Draumkenndur stíll hans var hrífandi, þótti losa um bældar langanir og vekja upp kynóra, þó efnið væri ekki af kynferðislegum toga). Ljóðin eru á hefðbundnu formi, þ.e. þau notast við stuðla, höfuðstafi, og rím. Textinn er aðgengilegur og frekar auðskiljanlegur.[1]

Davíð orti undir áhrifum nýrómantíkurinnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Aldaræfmæli Davíðs Stefánssonar – Æska og æskustöðvar“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1995