Suðurmannaland (sænska: Södermanland) er sögulegt hérað í suðaustur-Svíþjóð eða Svíalandi. Það er um 8400 ferkílómetrar og eru íbúar um 1,4 milljón (2018). Það liggur á milli vatnsins Mälaren í norðrsi og Eystrasalts. Landslag er flatt og er hæsti punktur aðeins 124 metrar. Suður-Stokkhólmur er hluti af héraðinu. Meðal annarra þéttbýlisstaða má nefna Södertälje, Nyköping, Eskilstuna og Nynäshamn.

Kort.