Stjörnuávöxtur
Stjörnuávöxtur eða carambola er ávöxtur sem upprunninn er frá Srí Lanka og Mólukkaeyjum. Stjörnuávöxtur hefur verið ræktaður í Asíu um þúsundir ára. Nafnið er tilkomið vegna þess að ef hann er skorinn þversum í sneiðar þá myndast fimmhyrnd stjarna.