Stefán Dan Óskarsson

Stefán Dan Óskarsson (f. 11. júní 1947 á Ísafirði – dáinn á Ísafirði 14. janúar 2019) var íslenskur líkamsræktarfrömuður.[1][2] Hann stofnaði fyrstu líkamsræktarstöðina á Ísafirði, Stúdíó Dan, árið 1987 og rak hana í 31 ár.[3] Stefán, sem var menntaður nuddari og ráðgjafi, rak einnig Ráðgjafa- og nuddsetrið til ársins 2018.[4]

Stefán Dan Óskarsson
Fæddur11. júní 1947(1947-06-11)
Dáinn14. janúar 2019 (71 árs)
Ísafjörður, Ísland
Þekktur fyrirLíkamsrækt
MakiRannveig Hestnes

Árið 1995 tók Stefán þátt í björgunarstörfum eftir snjóflóðin í Súðavík[5][6][7][8] og á Flateyri,[2] þar sem hann kom að björgun 11 ára stúlku úr rústunum.[9]

Andlát breyta

Stefán varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 14. janúar 2019, 71 árs að aldri.[4]

Heimildir breyta

  1. „Aðstoðar fólk við að grenna sig og hætta að reykja“. Dagblaðið Vísir. 10. ágúst 1991. Sótt 21. janúar 2019.
  2. 2,0 2,1 „Sorgin hverfur aldrei“. Bæjarins Besta. 23. júní 2011. Sótt 21. janúar 2019.
  3. Birgir Olgeirsson (31. janúar 2018). „Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár“. Vísir.is. Sótt 21. janúar 2019.
  4. 4,0 4,1 Birgir Olgeirsson (20. janúar 2019). „Andlát: Stefán Dan Óskarsson“. Vísir.is. Sótt 21. janúar 2019.
  5. „Aðkoman var alveg rosaleg“. Tíminn. 19. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
  6. „Hörmungarnar leita á hugann“. Tíminn. 19. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
  7. „Mjög átakanlegt“. Dagblaðið Vísir. 21. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
  8. „Ísfirðingum verður seint fullþakkað“. Morgunblaðið. 15. janúar 2005. Sótt 21. janúar 2019.
  9. „Fann jörðina hristast“. Morgunblaðið. 28. október 1995. Sótt 21. janúar 2019.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.