Stefán Dan Óskarsson
Stefán Dan Óskarsson (f. 11. júní 1947 á Ísafirði – dáinn á Ísafirði 14. janúar 2019) var íslenskur líkamsræktarfrömuður.[1][2] Hann stofnaði fyrstu líkamsræktarstöðina á Ísafirði, Stúdíó Dan, árið 1987 og rak hana í 31 ár.[3] Stefán, sem var menntaður nuddari og ráðgjafi, rak einnig Ráðgjafa- og nuddsetrið til ársins 2018.[4]
Stefán Dan Óskarsson | |
---|---|
Fæddur | 11. júní 1947 |
Dáinn | 14. janúar 2019 (71 árs) Ísafjörður, Ísland |
Þekktur fyrir | Líkamsrækt |
Maki | Rannveig Hestnes |
Árið 1995 tók Stefán þátt í björgunarstörfum eftir snjóflóðin í Súðavík[5][6][7][8] og á Flateyri,[2] þar sem hann kom að björgun 11 ára stúlku úr rústunum.[9]
Andlát
breytaStefán varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 14. janúar 2019, 71 árs að aldri.[4]
Heimildir
breyta- ↑ „Aðstoðar fólk við að grenna sig og hætta að reykja“. Dagblaðið Vísir. 10. ágúst 1991. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Sorgin hverfur aldrei“. Bæjarins Besta. 23. júní 2011. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ Birgir Olgeirsson (31. janúar 2018). „Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár“. Vísir.is. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ 4,0 4,1 Birgir Olgeirsson (20. janúar 2019). „Andlát: Stefán Dan Óskarsson“. Vísir.is. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ „Aðkoman var alveg rosaleg“. Tíminn. 19. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ „Hörmungarnar leita á hugann“. Tíminn. 19. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ „Mjög átakanlegt“. Dagblaðið Vísir. 21. janúar 1995. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ „Ísfirðingum verður seint fullþakkað“. Morgunblaðið. 15. janúar 2005. Sótt 21. janúar 2019.
- ↑ „Fann jörðina hristast“. Morgunblaðið. 28. október 1995. Sótt 21. janúar 2019.