Starlink
Starlink er gervihnattaþyrping í eigu SpaceX sem ætlað er að veita netþjónustu um gervihnött frá 102 löndum á jörðu niðri. Árið 2019 voru fyrstu gervihnettirnir sendir út í geim á vegum fyrirtækisins. Gervihnettir Starlink eru litlir og á lágbraut um jörðu[1] og skiptast á boðum við sendiviðtæki á jörðu niðri. Gervihnettir á braut um jörðu árið 2024 voru 6000. Alls er ætlunin að gervihnattanetið verði með 12.000 gervihnetti, sem síðar gæti fjölgað í 34.400. Í júní 2022 voru áskrifendur að netþjónustu Starlink um hálf milljón,[2] en tveimur árum síðar voru þeir þrjár milljónir.[3]
Starlink hefur leikið stórt hlutverk í stríði Rússlands og Úkraínu.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ McDowell, Jonathan (9. júlí 2022). „Starlink Launch Statistics“. planet4589. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 apríl 2021. Sótt 11. september 2022.
- ↑ Teejay Boris (6. júní 2022). „SpaceX's Starlink surpasses 500,000 subscribers globally“. Techtimes. Sótt 27. júlí 2022.
- ↑ @Starlink (20. maí 2024). „Starlink is connecting more than 3M people with high-speed internet across nearly 100 countries, territories and many other markets. Thank you to all of our customers around the world!“ (X). Sótt 21. maí 2024 – gegnum X.
- ↑ Macias, Amanda; Sheetz, Michael (1. júní 2023). „Pentagon awards SpaceX with Ukraine contract for Starlink satellite internet“. CNBC. Afrit af uppruna á 15. september 2023. Sótt 15. september 2023.