Starfræn erfðamengjafræði

Stafræn erfðamengjafræði miðar að því að skilja starfsemi gena og DNA raða í erfðamengjum lífvera. Hluti erfðamengisins ber í sér margvíslegar upplýsingar, sem hafa áhrif á starfsemi, eiginleika og eðli lífverunar. Annar hluti erfðamengisins hefur engin eða ákaflega lítil áhrif á eiginleika lífverunar — slíkt DNA er kallað rusl DNA (junk DNA).

Markmið fræðigreinarinnar er að finna og skilgreina gen, finna hvar þau eru tjáð, hvaða stjórnraðir móta tjáningu gensins, hvaða þættir bindast við slíkar stjórnraðir, hvernig erfðaefnið er eftirmyndað (sjá DNA eftirmyndun) og hvaða áhrif stökkbreytingar í erfðamenginu hafa á svipfar lífverunnar. Einnig er leitast við að skilja samspil þátta, t.d. prótína og stýrilraða og hvernig slíkt samspil breytist með tíma og þroskastigi. Samvirkni gena (epistasis/genetic interaction) má einnig greina með erfðafræðilegum aðferðum, tölfræðilegum greiningum og prótínmengjafræði.


Tengt efni breyta

Lykill að erfðamengjafræði breyta