Stampur
Stampur er nokkurs konar trékerald sem notað var til að brynna húsdýrum á árum áður. Stampar voru einnig notaðir sem geymsluílát.
Stampur var oftast gerður úr lóðréttum stöfum líkum þeim sem notaðir voru í síldartunnur, og stampur er þannig líkur hálfri síldartunnu, en oftast úr þykkri stöfum - og breiðari, a.m.k. þeir stampar sem notaðir voru til að hringa niður (fiski)línu (bjóð) um leið og hún var beitt.