Spennubreytir
(Endurbeint frá Spennir)
Spennubreytir eða straumbreytir, oft kallaður spennir, er raftæki sem notar riðstraum til að mynda span í rafrás, sem síðan er notað til að mynda rafspennu í annarri rafrás. Þannig flyst orka milli rafrása, sem vinna á misjafnri spennu, t.d. er algengt að raftækjum fylgi spennubreytir, sem lækkar netspennuna, 230 volt í 9 eða 12 volt, sem raftækið vinnur með. Reynt er að hanna spennubreyta þ.a. sem minnst af orkunni tapist sem varmi.