Spacelab
Spacelab var endurnýtanleg geimrannsóknarstofa sem var flutt út í geim í 22 geimflugum Geimskutluáætlunarinnar frá 1983 til 1998. Rannsóknarstofan var gerð úr nokkrum hlutum sem voru settir saman á mismunandi hátt eftir markmiði hverrar ferðar. Meginhlutinn var röð af sívölum hólkum, 4,12 metrar í þvermál, sem var raðað saman aftast í geimskutlunni og tengdir við farþegarými hennar með göngum. Rannsóknarstofan var höfð í farmrými geimskutlunnar. Einhverjir hlutar úr henni voru notaðir í alls 32 geimflugum, síðast árið 2000. Spacelab var samstarfsverkefni Geimferðastofnunar Bandaríkjanna og Geimferðastofnunar Evrópu.