Spönn
Spönn er forn mælieining. Spönn er miðuð við útspennta fingur frá þumalfingurgóm ofan á góm langfingurs. Stuttspönn var það er maður spannaði með þumalfingri og vísifingri, en langspönn þegar spannað var með þumalfingri og löngutöng. Í hinum fornu Búalögum í handriti frá um 1460 er þessi grein "Það kallast borðlægt tré, er íslenskar stikur er langt, er um tekr. Það kallast húfalægt tré, er 3 spannir er ummáls af meðalspönn.
Spönn er mismunandi milli landa. Ensk spönn er mæld frá þumli til litla fingurs og er fastsett rúmir 22 sm.