Sniðaspjall:Sanngjörn notkun

Þar sem íslensk höfundalög hafa takmarkað gildissvið er hugsanlega sniðugt að setja inn klausu um bæði Bandarísk höfundalög (þar sem skrárnar eru geymdar þar) og svo íslensk höfundalög ef um íslenskt efni er að ræða (sem er nokkuð algengt)? Efast að það þurfi að gera ráð fyrir öðrum sértilfellum þar sem þau eru örugglega sjaldgæf og þá má takast á við þau þegar þau koma upp. Hvað væri æskilegt að taka fram til viðbótar við það sem komið er til að gera mönnum ljóst að ekki sé verið að brjóta höfundarlög? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:01, 23 desember 2006 (UTC)

Tja, það *er* sennilega verið að brjóta höfundalög ef Íslendingur endurbirtir höfundarréttarvarið íslenskt efni á vefsíðu, jafnvel þótt hún sé hýst erlendis. Held ég, en ég er ekki löglærður, við þyrftum helst lögfræðiálit. Haukur 21:21, 23 desember 2006 (UTC)
Í Bernarsáttmálanum (og líklega í íslenskum höfundalögum) eru til undanþágur vegna fræðilegrar umfjöllunar, sbr. beinar tilvitnanir. Slíkar tilvitnanir eru þó vissum takmörkunum háðar. Þyrftum að fletta því upp. Ég veit ekki hvort neitt sambærilegt við fair use sé til í íslenskum lögum (vegna notkunar af opinberum stofnunum, bókasöfnum o.s.frv.) Alla vega er gert ráð fyrir sérstökum styrkjum til rithöfundasambandsins og Hagþenkis t.d. vegna meintrar ljósritunar á bókasöfnum, sem bendir til þess að slík blanket leyfi séu ekki fyrir hendi. --Akigka 21:27, 23 desember 2006 (UTC)
Já, ef engin hagnast fjárhagslega af notkun efnisins og um almenna kynningu er að ræða virðist þetta vera í lagi. Hinsvegar er talað afar óskýrt um ýmislegt í þessum höfundalögum um til dæmis notkun innan skynsamra marka o.s.frv. sem er bara alls ekki ljóst hvað er. Auk þess er einhver klausa um að sé vísað í tvær myndir til dæmis í meginmáli texta geti höfundur krafist þóknunar og margt fleira. Þetta er alveg fáránlega óskýrt og bíður í raun upp á mistúlkanir. Auk þess dugir lögfræðiálit skammt þar sem eina leiðin til að geta vitað svarið við þessu er að láta á það reyna fyrir dómstólum. Ef einhver nennti að flétta upp í hæstaréttadómum... :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:24, 23 desember 2006 (UTC)
Auk þess þyrfti að reyna troða ábyrgðinni yfir á þann sem upphalar efninu á Wikipedia. Það er alveg fáránlegt að hver sem er geti sett inn myndefni hérna en verið ábyrgðarlaus (veit reyndar ekki hvort staðan er þannig). Kannski ættum við að troða inn einhverri klausu á upphölunarsíðunni að þeir sem setji inn myndefni verði að hafa stöðu eignarréttar myndarinnar á hreinu og að þeir beri fulla ábyrgð á því að hann sé virtur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:31, 23 desember 2006 (UTC)
Það er nú þegar afstaða Wikimedia Foundation - þeir ætlast til að höfundar og upphalendur beri alla ábyrgð á efninu (og þeir sjálfir enga). Haukur 01:16, 24 desember 2006 (UTC)
Já, enda lang gáfulegast. Spurning hvort þetta kemur nægilega vel fram á upphölunarsíðunni? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:29, 24 desember 2006 (UTC)

Byrja umræðu um Snið:Sanngjörn notkun

Byrja nýja umræðu
Fara aftur á síðuna „Sanngjörn notkun“.