Sniðaspjall:PD-Italia

Í almenningi

breyta

Mér finnst ekki vera nokkur merking í þessu orðasamabandi: Þessi mynd var gefin út á Ítalíu og er nú í almenningi þar sem höfundaréttur er [..] - er ekki skýrara að tala um að hún sé í almenningseign? Hvað er að vera í almenningi?

--Gdh 14:28, 28 júní 2007 (UTC)

Það sem er í almenningi (almenningur er gott og gilt íslenskt nafnorð) er ekki eign í neinum skilningi. Venjulega er notuð samlíkingin við loftið sem við öndum að okkur. Upprunaleg merking orðsins er svæði sem var utan landamerkja þar sem allir máttu beita búfénaði (sbr. afréttar á Íslandi). Þetta er einfaldlega íslenska orðið yfir það sem á ensku heitir commons. Þótt einhverjum kunni að þykja það óþarfa pedantismi þá finnst mér orðið „almenningseign“ varasamt þar sem þar með er hluturinn orðin einhvers konar „eign“ og í Evrópu (m.a. á Íslandi) er algengt að sett sé samasemmerki á milli orðanna „almenningseign“ og „ríkiseign“ sem á alls ekki við í þessu tilviki þar sem ekkert eitt ríki öðru fremur getur kastað eign sinni á hluti sem eru í almenningi. Þetta er stórmál, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem eitthvað er skilgreint t.d. sem „þjóðareign“ eða „arfur þjóðarinnar“ sem þýðir að þar með hefur íslenska ríkið stillt sér upp sem hliðverði sem stjórnar aðgengi að og nýtingu viðkomandi „eignar“ í nafni almennings/þjóðarinnar... og það viljum við forðast í lengstu lög, sérstaklega þegar um er að ræða ótakmörkuð gæði eins og hugverk. --Akigka 21:30, 28 júní 2007 (UTC)
Fara aftur á síðuna „PD-Italia“.