Sniðaspjall:Leyfi-rétthafa
Latest comment: fyrir 2 dögum by Snævar in topic Snið í trássi við höfundarréttarstefnu
Snið í trássi við höfundarréttarstefnu
breytaÞví miður held ég að þetta snið gangi ekki upp. Margmiðlunarefni á Wikipediu þarf að vera annað hvort með frjálsu afnotaleyfi (og þá best geymt á Commons) eða falla undir fair use undanþágu í skilningi bandarískra höfundarréttarreglna. Það dugar ekki til að hafa fengið sérstakt leyfi til birtingar á Wikipediu. Það ætti að eyða þessu sniði og því efni sem ber það ef ekki er hægt að rökstyðja notkun þess með almennum fair use reglum. Bjarki (spjall) 3. janúar 2025 kl. 15:36 (UTC)
- Hvernig færðu það út? Svipað snið er til á öðrum wp-útgáfum (t.d. hér). Rétthafi getur gefið leyfi fyrir notkun efnis (aðeins) á is:wp. Fair use gildir auðvitað ekki á Íslandi og hefur líka verið túlkað þrengra en bandarísk höfundalög gefa tilefni til á en:wp. --Akigka (spjall) 3. janúar 2025 kl. 16:07 (UTC)
- Það hefur nokkrum sinnum verið lagt til að eyða þessu sniði á enskunni, enda virðist það alveg marklaust þar sem það má ekki nota það eitt og sér. Það er ætlast til þess að fylgi líka rökstuðningur fyrir því hvers vegna nota megi efnið samkvæmt almennum sjónarmiðum og ef það er hægt að rökstyðja það þá fylgir líka að þetta sérstaka leyfi er marklaust. Bjarki (spjall) 3. janúar 2025 kl. 17:15 (UTC)
- Myndirnar ættu helst að vera með ákveðið leyfi. Það stendur hvergi að sniðið leyfi bara notkun á Wikipedia, enda er það ekki fyrir það. Setningin "Tilgreindu hverskonar notkun er leyfð." er einmitt út af því að það á ekki að nota sniðið fyrir skrár einvörðungu með Wikipedia leyfi.
- Margar af myndunum eru alþingismyndir, sem eru ekki hérna inni út af sérleyfi Wikipedia, heldur út af því að notkunin var leyfð fyrir hverskonar gagnrýnisnotkun, sjá Wikipedia:Potturinn/Safn_14#Myndir_frá_Alþingi_á_Wikimedia_commons. Gagnrýnisnotkun er leyfð hvort tveggja í Íslenskum og Bandarískum höfundarréttarlögum. Snævar (spjall) 3. janúar 2025 kl. 16:10 (UTC)
- Já, þegar ég skoða notkun þessa sniðs sést að það er fremur ómarkvisst, vantar vísun í rétthafa og ástæðu notkunar. Ætti frekar að nota sérstakt snið (sambærilegt við fair use) sem vísar í 14. grein íslenskra höfundalaga? Það snið væri samt aðeins nothæft á is:wp. --Akigka (spjall) 3. janúar 2025 kl. 16:18 (UTC)
- Annað hvort er almennt leyfilegt að nota efnið á þessum forsendum eða það er það ekki. Í hvaða aðstæðum skiptir afstaða rétthafa máli? Bjarki (spjall) 3. janúar 2025 kl. 17:18 (UTC)
- Lagalega skiptir afstaða rétthafa ekki máli. Nokkur snið hérna eru til ekki til útaf því þau séu öðruvísi lagalega, heldur vegna flokkunar. Skipti sniðinu út fyrir snið:Sanngjörn notkun, en ég held þessi breyting sé nokkuð meh, galli um óljóst orðalag lagað á meðan flokkunin er verri. Eitt atriði lagað til að búa til annað vandamál. Sé enga bætingu. Snævar (spjall) 3. janúar 2025 kl. 23:19 (UTC)