Sniðaspjall:Hlutar seglskipa
Latest comment: fyrir 15 árum by 89.160.136.166 in topic Spreddarar
Af hverju er þetta ekki í stafrófsröð? --85.220.12.74 8. febrúar 2009 kl. 13:54 (UTC)
Athugasemdir varðandi segl og það sem vantar - svona við fyrstu sýn
breytaVantar
breyta- aftursegl
- baksegl
- bramsegl
- forsegl
- frammersegl (ens. fore-topsail)
- gaffaltoppsegl (það er STÓR-GAFFALTOPPSEGL og FRAM-GAFFALTOPPSEGL)
- háreiðasegl
- hjálparsegl
- spruðsegl (segl við bugspjót) [1]
- sprytsegl
- stormsegl
- stórsegl
- topprefill (= Klüvertoppsegel).
- yfirtoppsegl
- þversegl
Stundum nefnt
breyta- brandaukasegl eða jagari: (h) klýfir. [ath. jagar er ekki íslenska, kannast ekki við það]: það eru: YTRI KLÝFIR og INNRI KLÝFIR
- Í ritmálssafni orðabókarinnar eru bæði til orðin jagar og eins jagarniðurhalari, jagarbóma og jagerbóma. Það sama gildir um t.d. Norðanfara 1877 ([2]) og á mörgum fleiri stöðum, en jagari kemur hvergi fyrir nema í merkingunni veiðimaður. Jagari er aðeins til í merkingunni veiðimaður í ritmálssafninu. Orðið er samt skrifað jagari í bókinni Verkleg sjóvinna og líka í skipabókinni. Klýfir og jagar eru ólík segl. Klýfir er einfaldlega venjulegt þríhyrnt framsegl sem kemur framan við fokku. Það geta því verið fleiri en einn og fleiri en tveir. Jagar(i) er hins vegar lítil dula (en:Flying jib) sem stundum er fest á allrafremsta stagið sem nær frá bugspjóti að húni framsiglu (sbr. myndina). Ég er því í vafa hvort ber að nota. Mér sýnist helst að skútualdarmenn hafi notað jagar en 20. aldar menn hafi síðan ákveðið að leiðrétta það í samræmi við þeirra íslenskusmekk og kalla jagara. Endilega leiðréttu mig ef þetta er misskilningur. Ég sé sum sé ekkert að því að nota orðið jagar þótt það sé útlenskulegt. --Akigka 8. febrúar 2009 kl. 16:49 (UTC)
- Já, það er rétt hjá þér, notaðu jagar. (Og nefnir svo hitt). --85.220.12.74 8. febrúar 2009 kl. 16:55 (UTC)
- genúafokka eða genúa: þríhyrnt framsegl sem nær aftur fyrir siglu; einkum notuð í kappsiglingum. [Genúasegl?]
- latínarsegl eða latnesk segl: þríhyrnt skásegl þar sem efri brúnin er fest við skásetta rá; algengt á felúkkum og karavellum og einnig á arab. og indv. skipum.
eða
- latínsegl [aldrei latínusegl??]
- * mersan eða messan eða messansegl
- sprytsegl = spritsegl
Og mætti flettan eða þetta kassastykki ekki heita seglskipseiningar eða eitthvað slíkt. Hlutar seglskipa hljómar mjög undarlega. --85.220.12.74 8. febrúar 2009 kl. 14:18 (UTC)
Spreddarar
breytaEinhver hugmynd um íslenskt heiti yfir þetta? Stagteinar? --Akigka 8. febrúar 2009 kl. 17:56 (UTC)
- Þetta heitir reiðaslá á íslensku. --89.160.136.166 8. febrúar 2009 kl. 23:47 (UTC)