Sniðaspjall:Í fréttum
Þetta er því miður ekki rétt hjá þér Biekko, betra ef svo væri. En bannið sem um ræðir er auðvitað margþætt og varð sífellt umfangsmeira á þessum tíma. Það sem mestum deilum olli var auðvitað bannið sem var kallað samskiptabann, sett af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt ályktun 757, að undirlagi Bandaríkjanna. Ákvæði þar um samskiptabann við Júgóslavíu (Serbíu-Svartfjallaland), þótti sumum vafasöm og ólíkleg til annars en að leiða til mun alvarlegri átaka á svæðinu en þeirra sem þegar höfðu átt sér stað, þar sem almenningur myndi augljóslega líða fyrir hertar reglur, fyrst og fremst. Auk algjörs viðskiptabanns (nema með valin lyf og matvæli), voru meðal annars eftirfarandi reglur settar:
[D]ecides that all States shall: a) Deny permission to any aircraft to take off from, land in or overfly their territory if it is destined to land in or has taken off from the territory of the Federal Republic of Yugoslavia. [...]
b) Take the necessary steps to prevent the participation in sporting events on their territory of persons or groups representing the Federal Republic of Yugoslavia.
c) Suspend scientific and technical cooperation and cultural exchanges and visits involving persons or groups officially sponsored by or representing the Federal Republic of Yugoslavia.
Þetta var réttilega kallað samskiptabann, og er enn kallað samskiptabann af þeim sem um þessi mál fjalla í fjölmiðlum, eftir því sem ég kemst næst.
Heimsókn Bobbys braut í bága við þessa ályktun SÞ, auk þess sem hún braut í bága við enn harðari reglur sem USA hafði sett sínum þegnum. Til gamans má geta þess að í Júgóslavíu var allt krökkt af vopnasölum frá Vesturlöndum á þessum tíma. Það þótti ekki ástæða til að eltast mikið við þá.
- Þetta er afar athyglisvert, þakka leiðréttinguna. --Biekko 16:10, 30. júl 2004 (UTC)
Hérna, hvenær var þetta í dag sem að lög voru sett á verkfall kennara? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:37, 14 nóv 2004 (UTC)
- „Í dag“ ku hafa verið í gær, svona orðalag á að forðast þarna. --Bjarki Sigursveinsson 14:41, 14 nóv 2004 (UTC)
- Já auðvitað alveg rétt strákar, maður verður víst að passa svona sjálfsagðan hlut. --Moi 20:27, 14 nóv 2004 (UTC)
Hvar á að geyma þetta?
breyta- Baugur Group hyggst ásamt fleirum yfirtaka breska stórfyrirtækið Big Food Group, kaupverðið er um 82 milljarðar króna.
- Fjármálaráðherra hefur sent Óbyggðanefnd þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Norðausturlandi. Landeigendur á svæðinu segja kröfurnar „út úr kortinu“.
Ég er ekki viss um hvað ætti að gera við þetta, búa til eitthvað á borð við Wikipedia:Eldri fréttir kannski? Það er allavega mikilvægt þá að dagsetningarnar þegar fréttirnar voru settar inn fylgi með í slíkum lista, það væri kannski ágætisregla að kvitta með dagsetningu þegar nýjum fréttum er bætt á forsíðuna til þess að maður þurfi ekki að leita að því seinna í breytingaskránni. Ég bý hugsanlega til svona fréttasafn á morgun ef mér leiðist hrikalega í próflestrinum. --Bjarki Sigursveinsson 01:47, 2 feb 2005 (UTC)