Smugan er íslenskt vefrit í eigu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og einstaklinga. Smugan hefur verið fréttamiðill íslensks félagshyggjufólks, umhverfissinna og vinstrimanna, frá því hún var stofnuð í október 2008. Lilja Skaftadóttir, einn aðaleigenda DV, er annar stærsti eigandi Smugunnar. Ritstjóri Smugunnar er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Eignarhald breyta

Smugan er í eigu Útgáfufélagsins Smugunnar ehf. Stærstu eigendur Útgáfufélagsins Smugunnar eru Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem á 40,24% og Lilja Skaftadóttir sem á 23,81%.[1]

Tilvísanir breyta

  1. „Upplýsingar um eignarhald á tilkynningarskyldum miðlum“ (PDF). Sótt 27. febrúar 2012.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.