Slysavarnaskóli sjómanna

Slysavarnaskóli sjómanna er skóli í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem sér um öryggisþjálfun og vottun sjómanna á Íslandi. Slysavarnaskólinn var stofnaður 1985 og tók til starfa árið eftir um borð í gamla varðskipinu Þór sem við það fékk nafnið Sæbjörg. Slysavarnarskólinn var stofnaður til að uppfylla kröfur STCW-samþykktarinnar um þjálfun og menntun áhafna skipa og vaktstöður frá 1978. Samþykktin gekk í gildi 1983 með aðlögunartíma til 1989. Árið 1998 fékk Slysavarnaskólinn Akraborgina til afnota sem líka fékk nafnið Sæbjörg. Slysavarnaskólinn hefur síðan þá verið haldinn um borð í Sæbjörgu. Skipið lá lengi við Austurbakka í Reykjavíkurhöfn, en flutti árið 2022 að Bótarbryggju í vesturhöfninni.

Slysavarnaskólinn er aðili að Alþjóðasamtökum öryggis- og björgunarskóla.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.