Slysavarnarskýli eru kofar sem standa víðs vegar um Ísland. Þau eru vanalega máluð í skærum, appelsínugulum lit, svo að sem auðveldast sé að greina þau. Tilgangur þeirra er að hýsa fólk, einkum skipbrotsmenn eða aðra sem eru á hrakhólum, og í þeim er því að finna rúm og ábreiður, eldstó, mat, talstöð og annað sem getur orðið til þess að bjarga lífi fólks. Slysavarnarskýlin eru oft notuð af venjulegum ferðamönnum sem eru ekki í neinum nauðum, og er það allt í lagi, svo fremi að þeir éti ekki matinn og gangi að öðru leyti vel um. Flest slysavarnarskýli eru byggð af slysavarnarfélögum, og haldið við af þeim líka.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.