Skotveiðifélag Íslands

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) var stofnað 23. september 1978 af hópi veiðimanna sem álitu að nauðsynlegt væri að breyta viðhorfum til skotveiða og standa vörð um réttindi almennings til veiða í almenningum og á afréttum utan landareigna lögbýla. Stofnfélagar voru 120, en er orðnir um 1200 talsins (2016), eða um 10% veiðikortahafa.

Tilgangur, markmið og stefna

breyta

Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi og stuðla að sameiningu skotveiðimanna og áhugamanna um skotveiðar og náttúruvernd.

Stefna félagsins miðar að því að skotveiðimenn séu samstíga og axli sjálfir þá ábyrgð að ná sínum markmiðum. Forgangsatriði er að styrkja almannarétt og faglega veiðistjórnun til að tryggja komandi kynslóðum möguleika á því að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru. Lykilþáttur í þeirri vegferð er að þekking veiðimanna sé virkjuð og að samvinna sé efld við stjórnvöld, stofnanir, landeigendur og frjáls félagasamtök til að ná sátt um leiðir að sameiginlegum markmiðum.

Skipulag félagsins

breyta

Skipulag félagsins miðar að því að allir veiðmenn hafi jafna möguleika á að hafa áhrif á framtíð skotveiða óháð búsetu. Á landinu eru starfandi nokkur svæðisráð, sem eru tengiliðir veiðimanna við SKOTVÍS og starfa að verkefnum sem falla að áherslum veiðimanna á viðkomandi svæði og eru í samræmi við markmið félagsins. Fagráð tryggja að öll málefnavinna sé faglega unnin og að rétt sé staðið að undirbúningi fyrir viðræður við stjórnvöld, stofnanir og aðra hagsmunaaðila auk samskipta við fjölmiðla, almenning og veiðimenn.

Framkvæmdaráð er vettvangur skoðanaskipta svæðisráða, fagráða og stjórnar. Stjórn skipar formann framkvæmdaráðs og formenn fagráða. Veiðimenn á hverju svæði velja talsmenn sinna eigin svæðisráða.

Svæðisráð

breyta
SVÆÐISRÁÐ STOFNAÐ
Norðvesturland nóv 2011
Norðausturland apr 2014
Austurland jan 2016
Suðausturland jan 2016
Suðurland Óstofnað
Suðvesturland Óstofnað
Vesturland Óstofnað
Vestfirðir Óstofnað

Fagráð

breyta
FAGRÁÐ
Náttúra, nýting og veiðisiðferði
Lög, reglugerðir og stjórnsýsla
Vöktun, rannsóknir og veiðistjórnun
Þekking, miðlun og ímynd

Formenn SKOTVÍS

breyta
  • Sólmundur Tryggvi Einarsson (1978 - 1979)
  • Finnur Torfi Hjörleifsson (1980)
  • Sverrir Scheving Thorsteinsson (1981 - 1984)
  • Páll Dungal (1985 - 1986)
  • Hallgrímur Marínósson (1987)
  • Ólafur Jónsson (1988)
  • Sólmundur Tryggvi Einarsson (1989 - 1991)
  • Bjarni Kristjánsson (1992 - 1993)
  • Ólafur Karvel Pálsson (1994 - 1995)
  • Sigmar B. Hauksson (1996 - 2010)
  • Elvar Árni Lund (2011 - 2014)
  • Dúi J. Landmark (2015 - )

Tenglar

breyta