Skorarhlíðar eru brattar, klettóttar og skriðurunnar suðurhlíðar Stálfjalls, sem er austan við Rauðasand, en austan þeirra taka Sigluneshlíðar við. Um hlíðarnar var áður torfær og hættuleg gönguleið milli Rauðasands og Barðastrandar og er ýmist gengið í snarbröttum hlíðum eða stórgrýti í fjörunni, yfir tuttugu kílómetra leið. Hættulegasti hluti leiðarinnar kallast Geirlaugarskriður, snarbrattar fram á brún hengiflugs.

Í Stálvík austast í Skorarhlíðum er gömul surtarbrandsnáma, Stálfjallsnáma, og voru þar unnin brúnkol á árunum 1915-1917. Þar unnu um 50 manns þegar mest var en vinnslan borgaði sig ekki, enda aðstæður mjög erfiðar.

Heimildir

breyta
  • „„Skor við Breiðafjörð." Alþýðumaðurinn, 23. desenber 1947“.