Skjaldarmerki Filippseyja
Skjaldarmerki Filippseyja er með sömu liti og fáni Filippseyja, nema hvað þeir raðast í kringum hvítan hringlaga reit. Í honum er sól en stjörnurnar þrjár eru í hvíta reitnum fyrir ofan. Auk þess er ljón í rauða reitnum en það stendur fyrir yfirráð Spánverja frá miðri 16. öld til 1898. Í bláa hlutanum er amerískur skallaörn sem tákn fyrir Bandaríkin (skallaörninn er í innsigli Bandaríkjanna).