Skjár1
Skjár 1 er sjónvarpsstöð sem fór fyrst í loftið þann 16 október 1998 og náðu útsendingar stöðvarinnar um Faxaflóasvæðið á örbylgjurás nr 21.
Á síðustu árum hefur Skjár 1 svo verið endurvakin sem streymisveita með 13 erlendar sjónvarpsstöðvar í mars 2019, en mikill kostnaður því samfara gerði það að verkum að rekstrinum var sjálfhætt um ári síðar. [1][2] Í miðjum covid faraldri árið 2020 bauð Skjár 1 landsmönnum opin og ókeypis aðgang á kvikmyndasýningum klukkan 5,7,9 & 11 um netið, en sent var út alla daga meðan á samkomubanni stóð og kvikmyndahús landsins voru lokuð. Þessar útsendingar hafa nú hafist að nýju og er streymt á vefsvæðinu www.skjar1.is
Íslenska Sjónvarpsfélagið sem á og rekur vörumerkið Skjá 1 hóf á ný rekstur streymisveitu á netinu þann 1 desember árið 2022 undir merkjum Filmflex og var myndefni Skjás 1 m.a. þar í boði, en um vorið 2023 var ákveðið að hætta rekstri streymisveitunnar vegna samkeppni við erlendar streymisveitur.
Heimildir
breyta- ↑ Bjarki Sigurðsson (11. janúar 2022). „Skjár 1 snýr aftur í formi streymisveitu - Vísir“. visir.is.
- ↑ Birgir Þór Harðarsson (9. maí 2019). „Skjár 1 snýr aftur - RÚV.is“. RÚV.