Skammferðarhalastjörnur
Skammferðahalastjörnur sem eru halastjörnur með „stuttan umferðartíma“ (innan við 200 ár) sem koma flestar frá Kuipersbeltinu. Þær eru búnar að hringsóla ótal sinnum umhverfis sólina hafa jafnframt losað sig við megnið af því efni sem lá áður frekar laust á yfirborðinu. Virknin á þeim stjörnum er að miklu leyti bundin við stróka sem stíga upp frá sprungum og glufum í yfirborðinu. Yfirborð þessara halastjarna er tiltölulega dökkt því dökkt ryk (m.a. kolefnissambönd) situr eftir þegar ísinn í ystu lögunum hefur gufað upp.
Tenglar
breyta- Ítarlegar upplýsingar um halastjörnur á Stjörnufræðivefnum Geymt 25 nóvember 2009 í Wayback Machine