Skýrleikaregla stjórnsýsluréttarins
Skýrleikaregla stjórnsýsluréttarins er óskráð meginregla í lögfræði er setur kröfur um að efni úrlausna stjórnvalda skuli vera bæði ákveðið og skýrt. Öllum aðilum máls á því að vera ljós hver afstaðan er til réttinda og/eða skyldna þeirra í því máli, og eftir atvikum skýrt frá með ákveðnum hætti hvað fólk skuli gjöra eða ekki gjöra. Reglan er jafnframt talin ná yfir ýmis önnur samskipti stjórnvalda, svo sem við álitsumleitan og leiðbeiningar þeirra til aðila tiltekins máls eða almennar leiðbeiningar.