Skúli Skelfir (e. Horrid Henry) eru bækur eftir breska barnabókahöfundinn Francescu Simon. Aðalpersóna bókarinnar er Skúli Skelfir sem lendir í ýmsum ævintýrum. Aðrar persónur í bókunum eru Finnur Fullkomni bróðir Skúla, Fríða Fýluskjóða, Danni Dóni, Fröken Harka Harða og foreldrar Skúla. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda meðal barna og gerðir hafa verið samnefndir sjónvarpsþættir byggðir á bókunum.