Skörungur
Skörungur (eða eldskara) er járnfleinn sem notaður er til að skara í eldinn, þ.e. að pota inn í köstinn til að annaðhvort auðvelda súrefni að komast að eldibröndunum og ná þannig heitum logum upp aftur, eða til að breiða úr kolunum og ná fyrr fram glóðum.
Skörungur og að skara í eldinn
breytaSkörungur heitir svo vegna þess að hann er notaður tili að skara í eldinn og kemur sú sögn t.d. fram í orðasambandinu að skara eld að sinni köku sem merkir að efla hagsmuna sína og aðstöðu. Það að skara í eldinn er einnig nefnt að raka (sbr. raka eld að sinni köku) eða kraka (sbr. kraka í eldinn). Skörungur er einnig sá eða sú nefnd sem er atkvæðamikil(l) og sópar að eða er kempa á einhverju sviði.
Tengt efni
breyta- skara eld að sinni köku (raka eld að sinni grýtu) og skara eld að eigin köku á wikiorðabókinni