Skák og mát
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Skák og mát (einnig kallað mát) er lokastaða í tafli. Sá skákmaður er mát sem getur ekki hreyft neinn taflmann og það er skák á kónginn. Hægt er að máta með öllum taflmönnum að kóngi frátöldum. Taflmenn geta eingöngu hreyft sig á ákveðna vegu og kóngarnir mega aldrei standa á reitum sem eru hlið við hlið og þess vegna getur komið upp sú staða að ekki sé nægur liðsafli til að máta og þá er skák dæmd jafntefli.