Skák og mát (einnig kallað mát) er lokastaða í tafli. Sá skákmaður er mát sem getur ekki hreyft neinn taflmann og það er skák á kónginn. Hægt er að máta með öllum taflmönnum að kóngi frátöldum. Taflmenn geta eingöngu hreyft sig á ákveðna vegu og kóngarnir mega aldrei standa á reitum sem eru hlið við hlið og þess vegna getur komið upp sú staða að ekki sé nægur liðsafli til að máta og þá er skák dæmd jafntefli.

Svartur er skák og mát og tapar leiknum.