Sirkasíumenn

(Endurbeint frá Sjerkesar)

Sirkasíumenn eða Sjerkesar eru norðurkákasískt þjóðarbrot kennt við Sirkasíu við botn Svartahafs. Þegar Rússland lagði Kákasus undir sig í Kákasusstríðinu á 19. öld, sérstaklega eftir Stríð Rússa og Sirkasíumanna 1864, flúði stór hluti þeirra til Tyrkjaveldis og Persíu. Flestir þeirra aðhyllast súnní íslam.

Tyrkneskir Sirkasíumenn minnast útlegðarinnar 1864.

Um 700.000 Sirkasíumenn búa enn í Sirkasíu (rússnesku lýðveldunum Adygeu, Kabardínó-Balkaríu, Karatsaj-Tsjerkessíu og suðurhluta Krasnodarfylkis). Samtök þjóða án fulltrúa áætla að Sirkasíumenn utan Sirkasíu séu um 3,7 milljónir, þar af tvær milljónir í Tyrklandi, 700.000 í Rússlandi og 150.000 í löndunum við botn Miðjarðarhafs.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.