Sjúkdómur Carolis
Sjúkdómur Carolis er sjaldgæfur sjúkdómur í lifur og gallgöngum. Sjúkdóminum var fyrst lýst árið 1958 sem fjölhreiðra, geiraskiptri og skjóðulaga víkkun á stærri gallgöngum í lifur sem stuðlar að stöðnun á galli og myndun gallleðju og gallsteina. Einkenni sjúkdómsins eru kviðverkjaköst, bólgur í gallrás og ígerð í lifur.[1]