Sjöstjarna (fræðiheiti: Lysimachia europaea, áður þekkt sem Trientalis europaea[2]) er sjaldgæf háplanta sem vex í barrskógabeltinu á norðurslóðum. Annað nafn íslenskt var fagurblóm, en það hefur einnig verið notað yfir fyrrum ættkvíslina Trientalis.[3]

Sjöstjarna

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Maríulykilsætt (Primulaceae)
Ættkvísl: Útlagablóm (Lysimachia)
Tegund:
Sjöstjarna (L. europaea)

Tvínefni
Lysimachia europaea
L. U.Manns & Anderb.[1]
Samheiti
Listi

Lýsing

breyta

Grannur stöngull 4 -15 sm hár upp af greinóttri rót. Blöðin tvennskonar; hreisturkennd lágblöð neðantil, efst er hvirfing af 5 - 7 misstórum blöðum, stilklaus, öfugegglaga til lensulaga. Blómið stakt, 1- 1,8 sm í þvermál, yfirleitt hvítt. 2n = um 160[3]

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Sjöstjarna vex helst í rökum jarðvegi í skóglendi á norðlægum slóðum og finnst um mestalla Evrasíu og NV-Norður Ameríku.[4] Á norðausturhluta N-Ameríku tekur við tegundin L. borealis. Sjöstjarna er sjaldgæf á Íslandi nema á Austurlandi.[5][6][7]

Tilvísanir

breyta
  1. U.Manns & Anderb. 2009. New combinations and names in Lysimachia (Myrsinaceae) for species of Anagallis, Pelletiera and Trientalis. Willdenowia 39: 49–54 (51!) [1].
  2. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 43244664. Sótt 8. nóvember 2023.
  3. 3,0 3,1 Áskell Löve; Dagny Tande (myndir) (1970). Íslensk ferðaflóra. Almenna Bókafélagið. bls. 335.
  4. „Lysimachia europaea (L.) U.Manns & Anderb. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 8. nóvember 2023.
  5. „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 8. nóvember 2023.
  6. „Sjöstjarna (Trientalis europaea) | Icelandic Institute of Natural History“. www.ni.is. Sótt 8. nóvember 2023.
  7. Akureyrarbær. „Flóra Íslands“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 8. nóvember 2023.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.