Sjóðval er kosningafyrirkomulag þar sem spurt er fyrir hvaða afbrigði máls veru boðin flest atkvæði. Fyrirkomulagið er þannig að afbrigðin eru borin upp í einu, og býður hver kjósandi mismörg atkvæði fyrir þau úr atkvæðasjóði sínum. Hver kjósandi fær atkvæði til umráða. Þau eru lögð í reikning hans, í sjóð hans, jafnmörg vegna hvers máls, sem tekið er fyrir til afgreiðslu.

Hver kjósandi veðjar mismörgum atkvæðum í máli sem hann telur mikilvægt en engu í máli sem hann telur ekki mikilvægt. Í hverju máli geta verið tvö eða fleiri afbrigði. Kjósandinn metur fyrst hversu mörgum atkvæðum hann vill veðja til þess að það afbrigði sem hann telur best verði kosið frekar en það sem hann vill síst. Eins fer hann með hin afbrigðin.

Það afbrigði sem flestum atkvæðum er veðjað á sigrar. Af þeim sem stóðu að sigrinum eru dregin af jafnmörg atkvæði og andstæðingar þess afbrigðis veðjuðu. Mál sem allir fagna kostar því ekki neitt atkvæði.

Þeir sem vinna greiða einungis fyrir það sem þeir veðjuðu á vinningsafbrigðið. Það er því ekki til neins að leggja það saman sem kjósandinn hefur veðjað á einstök afbrigði til að athuga hvort það sé meira en atkvæðatalan í sjóði hans.

Tenglar

breyta