Sima Qian
- Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Sima, eiginnafnið er Qian.
Sima Qian (u.þ.b. 145 f.Kr. – 90 f.Kr.) var embættismaður á Han tímabilinu í Kína. Hann er álitinn vera faðir sagnaritunar í Kína vegna rit hans Shiji sem dekkar sögu Kína frá Gula Keisaranum til Wu Keisara sem spannar yfir 2000 ár.
Einnig var hann stjörnufræðingur og bjó til eitt merkasta dagatal á sínum tíma, Taichuli. Þar lýsti hann árinu sem 365,25 dögum og mánuðinum sem 29,53 dögum.