Sigurður Thoroddsen eldri

Sigurður Thoroddsen (f. 16. júlí 1863, d. 29. september 1955) var landsverkfræðingur og yfirkennari í Menntaskólanum í Reykjavík.

Ævi og störf breyta

Sigurður fæddist á Leirá í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen sýslumaður og skáld, og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsen húsfreyja.

Bræður Sigurðar voru Þorvaldur náttúrufræðingur, Þórður héraðslæknir, og Skúli sýslumaður, ritstjóri og alþingismaður.

Sigurður fæddist að Leirá í Borgarfirði. Sigurður varð stúdent frá Lærða skólanum 1882 og sigldi til Kaupmannahafnar til að nema verkfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn, og útskrifaðist þaðan árið 1891.

Sigurður varð fyrsti verkfræðingur landsins. Hann starfaði fyrst við vegagerð í eitt ár í Kaupmannahöfn. Hann fór svo til Noregs til að kynna sér vegaframkvæmdir þar, hlaut til þess styrk frá Alþingi. Heimkominn var hann skipaður landsverkfræðingur. Verklegar framkvæmdir voru af skornum skammti hérlendis, þegar Sigurður hóf störf, nær engir vegir voru hér, en þó var ein stór brú þegar komin, hengibrúin yfir Ölfusá.

„Gangskör var gerð að því að leggja vegi og byggja brýr og á starfsárum Sigurðar voru byggðar stórbrýr svo sem yfir Blöndu, Þjórsá, Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Axarfirði. Það er þó ætíð erfitt að vera brautryðjandi, starfsskilyrði voru slæm og margir verkstjórar treystu frekar á brjóstvitið en einhver fræði utan úr heimi. Svo fór að Sigurður sagði stöðu sinni lausri eftir tólf ára starf og gerðist kennari í stærðfræði við Menntaskólann í Reykjavík. Hann varð síðan yfirkennari þar, en sinnti einnig verkfræðistörfum og gegndi stöðu bæjarverkfræðings í Reykjavík um tíma.“

Eiginkona Sigurðar var María Kristín, f. 25.4. 1880, d. 24. júní 1964, dóttir Valgarðs Claessen kaupmanns og síðar landsféhirðis, og konu hans Kristínar Eggertsdóttur Briem. Börn þeirra voru Sigríður húsmóðir, Kristín Anna matreiðslukennari, Jean Valgarð verkfræðingur; Þórður Jónas borgarfógeti, Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Margrét Herdís viðskiptafræðingur.

Heimild: Merkir Íslendingar, Mbl. 16.7.2013.