Sígella

(Endurbeint frá Shigella)

Sígella er ættkvísl staflaga gram neikvæðra iðrabaktería af ættinni Escherichea sem ráðast inn þekjufrumur garnaslímu og valda blóðkreppusótt. Fjórar tegundir Shigella eru til en það eru S. dysenteriae, S. flexneri, S. boydii og S. sonnei. Sígellasýking er sjaldgæf á Vesturlöndum en í þróunarlöndum deyja árlega mörg hundruð þúsundir barna af slíkum sýkingum. Sérstaklega er hætta á sýkingu þar sem mikil mannmergð er og hreinlæti ábótavant. Aðeins þarf 10-100 bakteríur til að valda smiti. Meðgöngutími sýkingar er oftast 1-3 dagar.

Sígella
Smásjármynd of Shigella sp. í saursýni
Smásjármynd of Shigella sp. í saursýni
Vísindaleg flokkun
Ríki: Bacteria
Fylking: Proteobacteria
Ættbálkur: Enterobacterales
Ætt: Enterobacteriaceae
Ættkvísl: Shigella
Castellani & Chalmers 1919
Tegundir

S. boydii
S. dysenteriae
S. flexneri
S. sonnei


Heimild

breyta