Sjötíumannaþýðingin
(Endurbeint frá Septuaginta)
Sjötíumannaþýðingin (Septuaginta) er grísk þýðing Hebresku biblíunnar, gerð í Alexandríu í Egyptalandi á 2. öld f.Kr. Hún inniheldur einnig rit sem ekki teljast til helgirita í gyðingdómi sem og rit sem innan kristindóms teljast apókrýf og önnur sem ekki teljast til reglurita þótt þau hafi helgigildi. Sjötíumannaþýðingin er Gamla testamenti grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.