Sedna (goðafræði)

Sedna er hafgyðja í goðsögnum inúíta, einnig kölluð móðir hafsins, og eru góð samskifti við hana grundvöllur þess að lifa af í sögnum þeirra.

Sagan um Sednu breyta

Það eru nokkur tilbrigði við söguna um Sednu, og ein af þeim hljómar nokkurn veginn svona:

Upphaflega var Sedna venjuleg stúlka og neitaði hún öllum biðlum. Að lokum þvingaði faðir hennar hana til að samþykkja næsta biðil. Sá sem kom og hún hafði samþykkt leit ágætlega út nema að hann huldi höfuð sitt. Sedna fylgdi honum heim til hans á vindbarið sker þar sem hann sýndi höfuð sitt og reyndist þá hrafn. Sedna þurfti þarna að lifa á hráum mat sem hann dró úr sjó og kvartaði hástöfum. Einhvern tímann kom faðir hennar á kajak til að sækja hana, en hrafninn fór á eftir þeim og magnaði upp mikinn storm svo Sedna féll í hafið. Faðirinn bauð þá hrafninum að taka hana aftur svo hann slyppi lifandi. Sedna hékk í kajaknum en faðir hennar skar þá fingurna af svo hún missti takið og sökk til botns. Þegar afskornir fingurnir féllu niður í hafið breyttust þeir í fjölda sjávardýra, frá selum og hvölum til fiskitorfa. En Sedna drukknaði og varð að móður hafsins sem réð öllum sjávarverum. Öðru hverju þegar hún minnist örlaga sinna, grætur hún og berst um og ýfir þannig hafið svo það verður villt og hættulegt svo ekki verður hægt að veiða. Sjamanar gátu þá stundum friðað hana með að ferðast niður í hafið og greitt henni en það gat hún ekki sjálf.

Dvergplánetan Sedna eða 90377 Sedna er nefnd eftir gyðjunni.

Tenglar breyta