Schwarzschild-geisli
(Endurbeint frá Schwarzschild radíus)
Schwarzschild-geisli er eiginleiki massa og gefur mörk fyrir því hvenær hann verður það mikill að ef honum yrði þjappað saman í kúlu, sem væri með geisla að stærð Schwarzschild-geisla massans, þá heldur massinn áfram að þjappast og verður að lokum að þyngdarsérstæðu. Þetta er einmitt það sem talið er að gerist við myndun svarthols.
Reikna má Schwarzschild-geisla, rs með eftirfarandi jöfnu:
þar sem G er þyngdarfastinn, m massi og c ljóshraði.
Um jörðina gildir:
sem þýðir að til að jörðin félli saman í þyngdarsérstæðu þyrfti hún að þjappast saman í kúlu með um 9 mm geisla.