Þúfusteinbrjótur

(Endurbeint frá Saxifraga cespitosa)

Þúfusteinbrjótur (fræðiheiti: Saxifraga cespitosa) er blómplanta sem finnst á norðurslóðum N-Ameríku og Evrasíu. Á Íslandi finnst hann um land allt.

Þúfusteinbrjótur
Þúfusteinbrjótur (S. cespitosa)
Þúfusteinbrjótur (S. cespitosa)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Steinbrjótsbálkur (Saxifragales)
Ætt: Steinbrjótsætt (Saxifragaceae)
Ættkvísl: Steinbrjótur (Saxifraga)
Tegund:
S. cespitosa

Tvínefni
Saxifraga cespitosa
L.
Samheiti

Saxifraga caespitosa (orth. var.)

Þúfusteinbrjótur vex á melum, áreyrum, skriðum og klettum. Er lágvaxin planta (4–15 sm) með loðnum blöðum í þéttum hvirfingum og hvítum blómum sem deilast í 5 blöð. Hann blómgast í maí - júní.[1]

Þúfusteinbrjótur getur verið millihýsill fyrir víðiryðsvepp (Melampsora epitea).[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Þúfusteinbrjótur Flóra Íslands. Skoðað 28. mars, 2023
  2. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. bls 121, ISSN 1027-832X