Sarah Michelle Gellar
Bandarísk leikkona
Sarah Michelle Gellar (fædd 14. apríl 1977) er bandarísk leikkona sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Buffy Summers í hrollvekju-drama-gamanþáttunum Buffy the Vampire Slayer (1997-2003). Hún er einnig þekkt fyrir hlutverk sitt á hrollvekjmyndinni I Know What You Did Last Summer og lék Daphne Blake í Scooby Doo-myndunum. Árið 2009 lék hún aðalhlutverkið í myndinni Veronika Decides to Die. Nýlega leikur hún tvíburasysturnar Bridget Kelly og Siobhan Martin í þáttunum Ringer og er einnig framleiðandi þáttanna.
Árið 2002 giftist hún leikaranum Freddie Prinze, Jr. sem hún hafði kynnst við tökur á I Know What You Did Last Summer og eiga þau eitt barn saman.