Sansepolcro
Sansepolcro (áður Borgo San Sepolcro) er um 15 þúsund manna bær í Arezzo í Toskanahéraði á Ítalíu. Bærinn stendur við rætur Appennínafjalla við ána Tíber. Hann er fæðingarstaður ítalska endurreisnarmálarans Piero della Francesca. Pastaframleiðandinn Buitoni var stofnaður í Sansepolcro árið 1827.