Sannmæliskenningin
Sannmæliskenningin um réttlæti er kenning Þorsteins Gylfasonar en hann hélt því fram að menn væru í rauninni að segja ósatt, þegar þeir ynnu ranglát verk, en satt, þegar þeir ynnu réttlát verk. Samkvæmt henni er réttlæti sannmæli og ranglæti svikmæli.