Sandalamynd er heiti á kvikmyndum þar sem sögusviðið er í fornöld, úr grísk-rómverskum goðsögum eða Biblíunni. Þessar myndir voru framleiddar í stórum stíl á Ítalíu á eftirstríðsárunum, fram á 7. áratug 20. aldar, en þá tóku spagettívestrar og spagettínjósnamyndir við. Hugtakið er stundum notað um allar slíkar myndir, líka bandarísku stórmyndirnar Samson og Delíla (1949), Quo Vadis (1951), Kyrtillinn (1953), Boðorðin tíu (1956), Ben Húr (1959), Spartakus (1960) og Kleópatra (1963); en aðallega um ódýrari ítalskar myndir sem fylgdu vinsældum þeirra eftir. Stundum notuðu þær líka sömu búninga og sviðsmuni, af því sumar bandarísku myndirnar voru kvikmyndaðar í kvikmyndaverum Cinecittà í Róm. Ítalar byrjuðu að fjöldaframleiða myndir af þessu tagi þegar á tíma þöglu myndanna, þótt blómaskeið þeirra væri á 6. og 7. áratug 20. aldar. Myndir af þessu tagi áttu stutta endurkomu á 9. áratugnum eftir vinsældir bandarísku myndanna Leitin að eldinum (1981) og Villimaðurinn Conan (1982).

Veggspjald fyrir myndina Il terrore dei barbari frá 1959.

Dæmigerðar ítalskar sandalamyndir fjalla um klassíska hetju sem er leikin af vaxtaræktarmanni, íþróttamanni eða vöðvastæltum leikara, sem bjargar léttklæddri fegurðardís frá goðsögulegu skrímsli. Gerðar voru myndaraðir um hetjur á borð við Herkúles, Samson, Golíat, Úrsus og ítölsku alþýðuhetjuna Maciste.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.